Erlendur er á æskuslóðum sínum austanlands og fortíðin sækir á. Ekki aðeins atvik úr hans eigin lífi, heldur einnig önnur óleyst og óuppgerð mál. Fyrir mörgum áratugum urðu þarna óhugnanlegir atburðir þegar stór hópur breskra hermanna lenti í óveðri og villum í fjöllunum. Sumir komust til byggða við illan leik, aðrir ekki. En samtímis hvarf ung kona á sama stað og fannst aldrei. Saga hennar vekur forvitni Erlendar sem þyrstir í svör við gátum fortíðar, hversu sársaukafull sem þau kunna að reynast.Furðustrandir er fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar og hér er Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður í aðalhlutverki eins og oft áður.
Erlendur er á æskuslóðum sínum austanlands og fortíðin sækir á. Ekki aðeins atvik úr hans eigin lífi, heldur einnig önnur óleyst og óuppgerð mál. Fyrir mörgum áratugum urðu þarna óhugnanlegir atburðir þegar stór hópur breskra hermanna lenti í óveðri og villum í fjöllunum. Sumir komust til byggða við illan leik, aðrir ekki. En samtímis hvarf ung kona á sama stað og fannst aldrei. Saga hennar vekur forvitni Erlendar sem þyrstir í svör við gátum fortíðar, hversu sársaukafull sem þau kunna að reynast.Furðustrandir er fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar og hér er Erlendur Sveinsson rannsóknarlögreglumaður í aðalhlutverki eins og oft áður.
Be the FIRST to rate this book!